top of page
 • Hvers vegna ætti ég að velja Ímynd til að búa til myndband fyrir mig?
  Fyrirtæki eru oft í erfiðleikum með að búa til góð myndbönd. Ímynd er með ferli til að gera myndbandsgerðina einfalda og þægilega. Með því að bjóða þér inn í ferlið með nýjustu samstarfstólunum getur þú haft meiri áhrif á framvindu myndbandsins. Niðurstaðan er svo flott myndband sem mun taka þína vef- og samfélagsmiðla á næsta stig.
 • Hvernig er ferlið?
  Til að gera myndbandsgerðina einfalda og þægilega þarf að fara í gegnum eftirfarandi skref: 1. Fundur - Förum yfir þín verkefni - Förum yfir þín markmið 2. Tillaga & verðtilboð - Færð senda grófa tillögu - Færð sent gróft verðtilboð 3. Sameiginlegt vinnusvæði - Búum til storyboard - Búum til handrit 4. Tökur - Myndbandstökur - Hljóðupptökur 5. Eftirvinnsla - Myndvinnsla & grafík - Hljóðvinnsla 6. Yfirferð og afhending - Lagfæringar - Afhending 7. Dreifing - Í mismunandi stærðum (16:9, 9:16, 1:1) - Í mismunandi upplausn - Með og án texta
 • Hver er meðalframleiðslutíminn fyrir hvert myndband?
  Framleiðslutími myndbanda fer eftir flækjustigi og þarfir hvers viðskiptavinar. Það getur tekið allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra mánuði.
 • Hvað kostar að búa til myndband?
  Kostnaðurinn fer eftir flækjustigi og kröfur hvers myndbands. En það kostar ekkert að fá verðtilboð með því að bóka fund.
 • Er hægt að hafa áhrif á stíl og tón fyrir myndbandið?
  Við vinnum allt í samstarfi við þig og þitt fyrirtæki. Þú getur haft áhrif á allt sem tengist myndbandinu. Það er lang best þegar viðskiptavinur hefur einhverja hugmynd um stíl og tón fyrir myndband til að vinna út frá. En það er alls engin krafa þar sem það kemur oft í ljós þegar farið er af stað í myndbandsgerðina.
 • Hvað ef myndbandið uppfyllir ekki mínar kröfur?
  Ef myndbandið uppfyllir ekki þínar kröfur, bjóðum við upp á breytingar þangað til að kröfurnar hafa verið uppfylltar. Hinsvegar hefur það ekki gerst hingað til þar sem viðskiptavinir eru með í ferlinu frá byrjun til enda og hafa því mikið að segja um framvindu myndbandsins. Það kemur annað slagið fyrir að það þurfi að endurtaka ákveðin skot eða breyta um lag, þá er því reddað.
 • Hvernig eru greiðsluskilmálar?
  Í flestum tilfellum er greitt 50% fyrir og 50% við afhendingu. Það er gert til að standa straum á kostnaði sem fellur til á meðan ferlinu stendur.

Algengar spurningar

Viltu vita meira?

bottom of page